föstudagur, 22. febrúar 2008

Bormenn Íslands

Mér var boðið með í ansi forvitnilegan leiðangur í dag.

Ferðinni var heitið í Kárahnjúka að skoða borkarl þann sem heilborar nú mestu vatnsgöng Íslands. Í förinni voru skýrslugerðarmenn vegna svokallaðra Samgangna Austurlandi, verktakar og samgöngunefnd Alcoa Fjarðaáls.

Fengu leiðangursmenn að fylgjast með bornum að störfum og hvernig hann boraði göng átta metra í þvermál án þess að hiksta. Þennan bor vilja þeir meina að geti borað jarðgöng á Austurlandi fyrir mun minni upphæðir en sprengd göng, og vilja sértæka fjármögnun til að ljúka verkinu á 2-3 árum. Gera má ráð fyrir að Vegagerðin lyki verkinu á 25-30 árum - en með sértækri fjármögnun býðst þeim einmitt að eignast göngin á þeim tíma - á betri kjörum.

Mæli með þessu.

Kostar því miður að Oddskarðsgöng myndu frestast um eitt ár, en hvað er það milli vina þegar hagsmunir heildarinnar eru í húfi.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, mæli með að taka eina svona græju og klára allar samgöngubætur aust- og vestfirðinga í hressilegri atlögu. Fyrst borin er fyrir austan þá er málið að byrja í Eskifirði og enda í Seyðisfirði, síðan eru Vopnfirðingar ansi afskiptir, því er málið að koma þeim í samband. Síðan á leiðinni vestur má klára Vaðlaheiðagöng, fyrst menn eru að þessu. Síðan eru það Vestfirðirnir, best að byrja á Barðarströndinni og vinna sig yfir í Arnarfjörðin (val um ýmsar útfærslur) svo yfir í Dýrafjörð, víkka síðan leggin milli Flateyrar og Ísafjarðar, en þá eru göngin milli Bolungarvíkur og Hnífsdals eflaust kominn og því er best að enda á þessa atlögu með göngum úr Skutulsfirði yfir í Álftafjörð. Áfram Bormenn Íslands

mbk
Magnús Bjarnason

Króna/EURO