föstudagur, 15. febrúar 2008

Flugvöllinn til Selfoss

Við eigum að flytja miðstöð innanlandsflugs sem fyrst frá Reykjavík. Líklega væri hagkvæmt að hafa nýjan flugvöll á Selfossi. Þar er nægt landrými fyrir nýjan flugvöll, nýjan Landspítala og fleira.

Þá gætu Reykvíkingar byggt sér þriggja hæða hús í Vatnsmýrinni, grafið fyrir nýrri tjörn og síðast en ekki síst ræktað þar nýjan arfhreinan mávastofn.

Reykvíkingar gætu þá líka fundið sér eitthvað annað að gera en að leggjast svo lágt að þjónusta landsbyggðina.

Þá væri líka hægt að grafa glænýju Hringbrautina strax í stokk, já kannski undir glænýju bensínstöðina.

Bara spurning hvort það ætti að vera 2+1 eða 2+2 eða 3+3 akbraut til Selfoss.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta væri nú ekki ósniðugt. Sér í lagi ef við gætum haft einhverskonar lest milli Selfoss og miðbæ Reykjavíkur.

Með því að færa suma hluti úr Reykjavík má styrkja aðrar byggðir, draga úr umferð og svifryksmengun, og leysa ýmis deilumál.

Nafnlaus sagði...

meira vælið - hvað kemur þér við hvar í Reykjavík þessi flugvöllur er? og taktu stjórnarráðið með þér - og reyndu ekki að nefna einhver göng á fagradal við mig ... Kv,p

Egill sagði...

Menn eru að reyna að finna þessu málefnalegan farveg - semsé einhverja málamiðlun sem flestir geta sætt sig við. Verður kannski ekki fullkomin fyrir neinn málsaðila.

Þessi færsla er ekkert annað en bjánalegur útúrsnúningur.

Nafnlaus sagði...

Göng !

Nafnlaus sagði...

það er í raun mikilvægast að staðsetning flugvallarins henti landsbyggðarfólki, ef að innanlandsflug væri flutt til keflavíkur, myndu akureyringar líkllegast hætta að nota þessa flugleið, því að það tekur um 4 klst að keyra frá ak til rvk en ef að maður ætti að fara í flug, þá þarf að fara á flugvöllinn, bíða þar, fljúga í 50 mín og lenda, taka töskur og svoleiðs, og keyra svo frá keflavík, eða selfossi, miðað við hugmynd einars, og þá er þetta nú ekkert svo mikill tímasparnarðu, auk þess sem að þá er orðið mun ódýrara að keyra á milli ak og rvk. því að þá þarf maður ekki að borga flugið, sem er rándýrt, borga farið úr selfossi eða keflavík inn í rvk, og ferðast svo á milli staða í rvk. hvort sem er með leigubíl eða á bílaleigubíl. Ég persónulega myndi alltaf keyra ef að staðan væri svona, en ef að flugvöllurinn er þar sem að hann er núna, þá er hann tímasparnaður, og því notar fólk hann

bara mín 10 cent

Einar sagði...

Það er rétt P, þetta er alvöru væl - og fékk líklega þau viðbrögð sem við var að búast.

Það er nú einu sinni þannig að meðan ég nota þennan flugvöll, þá læt ég koma mér við hvar hann er. Hann þarf ekkert frekar að vera í Reykjavík. Samkvæmt útreikningum borgarinnar getur varla verið hagkvæmt að hafa flugvöllinn nokkurs staðar nærri Reykjavík vegna þess að þar er byggingarland svo verðmætt.

Ég hélt Reykvíkingar yrðu dauðfegnir að losna við þennan bagga úr sveitarfélaginu. Fagna því að P, vill halda fast í flugvöllinn.

Egill: Auðvitað er þetta útúrsnúningur - en málamiðlun felur í sér að þeir sem "semja" eru í byrjun öndverðrar skoðunar.

Nafnlaus sagði...

Oj nei, það er enn verra en núverandi ástand. Innanlandsflugið til Keflavíkur og ekkert múður, ég er hundleið á að þurfa alltaf að stoppa í Reykjavík á leið minni til útlanda, dýrt og tímafrekt (taxi frá RVK til KEF er dýrari en innanlandsflug).

Nafnlaus sagði...

Bara leggja niður innanlandsflugið, þá má bara leggja þennan flugvöll niður.

Króna/EURO