Það eru í besta falli skottulækningar sem þingmennirnir Bjarni og Illugi leggja til í sérstakri opnugrein í mogganum í dag.
Þeir vilja hjálpa þessum svokölluðu bönkum að halda áfram að bjóða upp á verstu kjör sem neytendum bjóðast í allri Evrópu. Hvers lags rugl er þetta eiginlega?
Ég held að það þurfi ekki að hjálpa íslenskum bönkum neitt sérstaklega. Ég held frekar að það ætti að hjálpa erlendum bönkum að fóta sig á íslenskum markaði.
Bankarnir voru einkavæddir í nafni frjálsa markaðarins. Leyfum bara frjálsa markaðnum að skera úr um tilvist þeirra.
Þingmennirnir ættu að beita sér fyrir afnámi verðtryggingarinnar og inngöngu í Evrópubandalagið - því aðeins það gagnast almenningi í landinu......eða voru þeir ekki að vinna fyrir almenning...?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli