þriðjudagur, 5. febrúar 2008

Hot Fuzz

Góður félagi benti mér að berja myndina Hot Fuzz augum á dögunum. Það var svona í miðju "gáfumannatali" sem hann ráðlagði mér að þar gæti reynst eitthvað athyglisvert.

Myndin fjallar um óvenju atorkusaman lögregluþjón í London sem sendur er til smábæjar á Englandi. Smábærinn hafði verið kjörin "Smábær ársins" nokkuð oft. Því skaut frekar skökku við þegar lögreglumaðurinn fór að hafa áhuga á óþægilegum málum. Smábærinn var jú besti smábærinn, og enginn ástæða til að hreyfa við því. Eða hvað?

Það kom þessum félaga mínum ekkert á óvart að ég hafði tengt ágætlega við þessa bíómynd og gat heimfært söguþráðinn að nokkru leyti yfir á það "smábæjasamfélag" sem ég lifi í. Eini munurinn er að hér eru "smábæir ársins" fleiri heldur en í Hot Fuzz.

Ég get ráðlagt íbúum smábæja að horfa á myndina með opnum huga.

Engin ummæli:

Króna/EURO