föstudagur, 8. febrúar 2008

Frankenstein er blankur

Í þrjú eða fjögur kjörtímabil hefur Sjálfstæðisflokkur með dyggu liðsinni Krata og Framsóknarmanna náð að framkvæma hugmyndafræði Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar í stórum dráttum, með það að markmiði að gera Ísland að ríkasta landi í heimi.


Á þeirri vegferð tókst þeim að skapa skrímsli sem þeir ráða ekki við lengur. Hafa skapað sér eins konar “Frankenstein”. Í “Frankenstein-samtökunum” er fámennur hópur viðskiptamanna sem virðast vera ríkustu menn heims, miðað við höfðatölu. Það gerir Ísland hins vegar ekki að ríkasta landi í heimi.


En í staðinn fyrir að hemja “Frankenstein” og setja honum eðlilegar skorður gagnvart almenningi svo að “Frankenstein” lúti eðlilegum markaðslögmálum þá reyna meðlimir núverandi ríkisstjórnar að gerast meðlimir í “Frankenstein samtökunum”. Tildæmis með því fljúga með þeim til þriðja heimsins og gera ógleymanlega orkusamninga til bjargar öllu mannkyni, viðhalda oxurvaxtastigi á almenning til að tryggja methagnað “Frankenstein” á hverju einasta ári, að viðhalda verðtryggingu til að “Frankenstein” þurfi enga ábyrgð að taka á gjörðum sínum, að halda sjávarauðlindum í eigu “Frankenstein” því hann þarf svo mikinn fisk í soðið og nú vilja þeir að “Frankenstein” eignist heilbrigðisþjónustuna svo að hann geti nú örugglega grætt á einhverju öflugasta velferðarkerfi heimsins. Svo bíða þeir eftir réttu “stemmingunni” til að afhenda “Frankenstein” orkuauðlindir þjóðarinnar.En þeir virðast bara ekki fatta að þrátt fyrir allt þetta er “Frankenstein” blankur.

___________________________________

Og svo barst þættinum þetta:


Össur og Óli á Abu Dab
Í Eþíópíu án matar
Leitandi að Arabab
Einhvers staðar í Katar
Þeir reyndu að hringja í Mubarab
Þessir góðu kratar

Engin ummæli:

Króna/EURO