Ég velti því fyrir mér hvenær menn segja af sér. Hvenær menn axli ábyrgð á gjörðum sínum og hvernig ábyrgð er öxluð.
Hvað er fólgið í orðinu "ábyrgðarstaða"?
Felst ekki í orðanna hljóðan að menn axli ábyrgð með því að taka ábyrgðarstarf að sér?
Ef það þarf ekki að taka ábyrgð á gjörðum sínum í borgarstjórastólnum, er það þá skoðun sjálfstæðismanna að það sé ekki ábyrgðarstaða?
Ef að sjálfstæðismönnum finnst borgarstjórastóllinn ekki vera ábyrgðarstaða af hverju sækjast þeir þá eftir honum?
Flokkur sem velur mann í borgarstjórastólinn sem GÆTI verið andlega vanheill, og svo mann sem GERÐI stór mistök - getur ekki talið þann stól vera ábyrgðarstöðu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli