mánudagur, 4. febrúar 2008

Drottningarviðtalið

Ég hafði ágætis skemmtan af því að horfa á Silfur Egils í endursýnt í gærkvöldi. Þar fékk heiðurssess Björn Bjarnason sem fékk drottningarviðtal að hætti Davíðs Oddssonar.

Sérstaklega fannst mér gaman að því hvað Birni Bjarnasyni virðist vera í nöp við Egil Helgason. Það virtist jafnvel sem hann teldi að Agli væri sérstakur heiður af því að fá hann sem viðmælanda. Þótt ég líti á að það þannig að hann hafi FENGIÐ að koma í þáttinn. Hann notaði hvert tækifæri til að skamma hann og "álitsgjafana". Villtist hann þónokkuð oft af vegi í tilsvörum sýnum þegar hann vék að því að skamma Egil, m.a. fyrir skoðanir sínar í Evópumálum.

Viðhorf hans vegna ráðningar héraðsdómara á Norðausturlandi var þó jafn dapurlegt og margra annarra flokksmanna hans. Þ.e. VIÐ RÁÐUM - ekki messa við okkur, guttarnir ykkar. Svo klappaði hann guttanum á kollinn og lét að því liggja að ef guttinn hagaði sér skynsamlega þá kæmi hann ef til vill einhvern tímann aftur sem gestur í Silfri Egils. Svona haga bara Drottningar sér.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Eru ekki drottningarviðtöl hjá Agli í hverri viku? Dagur B. Eggertsson var í samskonar umgjörð af viðtali þar fyrir viku og Ingibjörg Sólrún fyrir ekki svo löngu.

Einar sagði...

Jú, jú - mikið rétt

Nafnlaus sagði...

Kosturinn við það að vera á leiðinni á eftirlaun er að þurfa ekki að mæta í þætti sem þennan heldur mæta bara þegar ÞÚ vilt. Björn er einfaldlega kominn á þann stað sem pólitíkus. Hann er BE en ekki WANNABE og þarf ekkert á Agli að halda. Fjölmargir aðrir "álitgjafar" sem mæta í þáttinn lifa hálfpartinn á því og eru oft hálfger "Silfurcelebrities". Dyttu út af radarnum ef þau hættu að koma í Silfrið. Birni er alveg sama.

Axel Jón sagði...

Dagur fékk ekkert drottningarvital hjá Agli. Þvert á móti sleit Egill viðtalinu snögglega og greinilegt var að Dagur var heldur ósáttur við óvæntan endi viðtalsins. Það endaði eiginlega í miðri setningu.

Einar sagði...

Það sem gerir viðtal að drottningarviðtali er þegar viðmælandinn upplifir sig sem drottningu. Það vildi ég meina að hefði gerst í þessu tilfelli.

Króna/EURO