mánudagur, 25. febrúar 2008

Rétti maðurinn

Mér líst vel á nýja þjálfarann hjá íslenska handboltaliðinu. Guðmundur Þ. Guðmundsson er akkúrat einn af þeim mönnum sem áttu skilið að taka við liðinu. Ég vona bara að hann fái vinnufrið þótt honum gangi ef til vill illa í byrjun. Framundan eru gríðarlega erfiðir leikir gegn Svíum og Pólverjum sem fyrirfram er ekki nema litlar líkur á við sigrum - þótt það væri undir stjórn Alfreðs.

Aðalatriðið er að undir stjórn Guðmundar getum við verið viss um fagleg vinnubrögð og ágætis árangur.

Áfram Ísland!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

En það blæs engum ferskum vind inn í landsliðið núna...engar drastískar áherslubreytingar þó einhverjar verði. hefðum verið betur sett með Viggó þarna að mínu mati.

Króna/EURO