mánudagur, 11. febrúar 2008

Hlutföll heilans

Það var verið að veita einhver BAFTA verðlaun í gær. Þetta var allt sýnt beint af Páli Magnúsar.

Svo skipti ég um stöð.

Og horfði á Boston Legal, sem einhverra hluta vegna er minn uppáhaldssjónvarpsþáttur. Það er svona skemmtilega ruglaður þáttur, en samt sýndur óruglaður. Þetta er þáttur fyrir svona rólegheita-heila eins og mig. Hef annars heyrt að maður noti minni hluta heilans við að horfa á sjónvarp en að lesa tímarit, bækur og dagblöð.

Nota ég þá minna af hlutfalli heilans við að horfa á Silfur Egils en að lesa Séð og heyrt?

Svona geri tilraun til að velta þessu fyrir mér án þess að nota heilann of mikið.

Engin ummæli:

Króna/EURO