Einhver vitlausasta atburðarás í áttina að því að ráða landsliðsþjálfara stendur nú yfir hjá forráðamönnum HSÍ. Kunnáttumenn í stjórnun íþróttaliða hrista hausinn þegar sú aðferð HSÍ að ræða aðeins við einn þjálfara í einu var kynnt opinberlega. "Svona gera menn ekki nema þeir séu vitlausir." sagði einn reyndur stjórnarmaður eins af stórveldunum í íslenskum handknattleik.
Mál manna er það að það vitlausasta sem hægt er að gera í sambandi við þjálfararáðningar sé að láta ekki líta út fyrir að minnsta kosti 4-7 áhugasamir séu um stöðuna. Þannig náist að semja án þess að tilkynnt sé um að nokkur hafi gefið afsvar. Einnig skapist sálræn samkeppni um stöðuna og auðveldara sé að ganga frá samningum og setja pressu á þjálfarana.
Nú hefur HSÍ fengið NEI-in þrjú, og mogginn er farinn að benda á að öll vötn falli til Viggós Sigurðssonar. Það hlýtur samt að vera óþægileg staðreynd fyrir næsta þjálfara sem fær atvinnutilboð að vera svo aftarlega í röðinni. Þetta er algjört klúður.
Áhugaleysi þjálfara á starfinu nú er líka skýrt með því að þetta sé slæm tímasetning til að taka við íslenska handboltaliðinu, framundan séu leikir við Pólverja og Svía sem skipti öllu máli - og nánast ómögulegt sé að vinna þessa leiki nema með einskærri heppni. Því gæti þjálfari sem tæki við liðinu nú lent strax í fyrstu leikjum í mótbyr frá stjórninni, fjölmiðlum og almenningi.
Annars var ágætt að Geir Sveinsson gaf afsvar, þótt að vinur hans Einar Þorvarðarson hafi lengi beðið eftir tækifæri til að ráða Geir - þá virtist reynslulaus Geir skynsamari en svo að taka starfið að sér þrátt fyrir að hafa dreymt um það í mörg ár.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Hvernig væri ef þú myndir bjóða þig bara fram í þetta ,þú gætir ritstýrt austurglugganum frá Reykjavík, eða erlendis frá enda mikið um ferðalög landsliðsþjálfara...ég kýs Einar Ben
Nei ég held að við Einar komum ekki til greina fyrr en fjöldi þeirra sem neita verði komnir í 2 stafa tölu.
Enda í fámennum hópi þjálfara sem náð hefur lakari árangri en Geir Sveinsson (þó enginn muni líklega halda því fram að leikmannaúrvalið hafi verið svipað og hann hafði)
Skrifa ummæli