Ég fór á þorrablót í gærkveldi, trogið var fyrir framan mig og mjög stutt að teygja sig í kræsingar.
Við byrjuðum fljótlega að pikka okkur hákarl úr troginu, þrjú sjentilmenni sem sátum hlið við hlið. Kvenpeningurinn sem sat hinum megin við borðið leit ekki við þessum hákarli.
Einhverra hluta vegna segi ég "Þetta er góður hákarl, hlýtur að vera frá Borgarfirði Eystri. Hann er svo hvítur."
Svo segir hann "Já frábær hákarl"
Svo segir hinn "Einhver besti hákarl sem ég smakkað"
og ég: "Passlega kæstur, fær fimm stjörnur"
og hann: "Borgarfjarðarhákarlinn klikkar aldrei."
Núna er ég heima með magaverk og ógleði - stútfullur af hákarli og hrútspungum. Hvernig í ósköpunum stendur á því að einu sinni á ári telur með úldin hákarl vera herramannsmat? Hvernig stendur á því að maður smjattar á súrum innyflum úr sauðfé einu sinni á ári með bestu list?
Ég held ég fái ekki löngun næstu 11 mánuðina til að éta lambaandlit og súran "innmat" úr allskyns dýrum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ég öfunda þig. Svona mat á að borða a.m.k. 3svar í viku.
Skrifa ummæli