þriðjudagur, 19. febrúar 2008

"Afstyrming"

Ég vorkenndi Styrmi Gunnarssyni ekkert sérstaklega mikið fyrir stuttu síðan þegar nokkrir skoðanaglaðir pennar hringdu og sögðu upp mogganum. Ég fann þó til samkenndar með honum þegar "styrmisástandið" dundi yfir. (Styrmisástand = margar uppsagnir á áskrift)

Sjálfur er ég ritstjóri landshlutablaðs. Það er frekar lítill snepill. En þó nokkuð mikið lesin, já - miðað við höfðatölu. Þar er "Styrmisástandið" viðvarandi allt árið. Verði leiðarahöfundi á þau mistök að hafa aðrar skoðanir en fjölmörgum byggðarlögum sæmir - þá hringir fólk, fyrirtæki eða jafnvel opinberar stofnanir og segir upp áskrift. Vandamálið er að byggðarlögin eru nánast aldrei sömu skoðunar og togast á innbyrðis um ólíklegustu mál.

Þetta "styrmisástand" gerir ekki aðeins vart við sig varðandi leiðaraskrif. "Styrmisástandið" gerir líka vart við sig vegna viðtala við málsmetandi menn, vegna aðsendra greina, frétta um menningu, frétta um pólitík, frétta um íþróttir, spurningu vikunnar og jafnvel geta plötudómar verið of góðir eða of slæmir.

Hér er "styrmisástand" allt árið. Var að spá hvernig væri hægt að "afstyrma" blaðið.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég segi upp!

Króna/EURO