þriðjudagur, 12. febrúar 2008

Herstöð á Austurland

Ég er sammála allmörgum þrjóskupennum frá Austurlandi um að auðvitað eigi að vera staðsett þyrlusveit á Egilsstaðaflugvelli. Það virðist einhvern veginn rökrétt að stytta flugið út á miðin, til togarasjómannana okkar um einhverjar klukkustundir.

Það sýnist líka rökrétt að geta flogið þyrlunni á skammri stundu til allra staða á Norðurlandi og Austurlandi og kippa upp sjúku eða slösuðu fólki og koma því til skila á réttan stað.

Það sýnist líka rökrétt að geta flogið af stað frá tveimur stöðum - jú það gæti verið algörlega glórulaust að fljúga frá Reykjavík á móti vindi til Vatnajökuls, þegar væri hægt að fljúga þangað með vindi frá Egilsstöðum og alla leið heim á spítala í Reykjavík.

Spurning hvort væri ekki hægt að setja upp litla herstöð hérna svona til að réttlæta þyrlusveitina.....

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það yrði frekar dýrt. Eins og allir vita þá þarf þrjár þyrlur á staðnum til að halda einni tiltækri 24 tíma. Viðhald á þessum tækjum þýðir að það er alltar ein eða tvær í viðhaldi. Hafa Íslendingar efni á 6 þyrlum?

Nafnlaus sagði...

já við höfum efni á því.

Einar sagði...

Við hljótum að hafa efni á því að bæta 112 þjónustuna.

Nafnlaus sagði...

Það þarf vissulega að stofna íslenskt varnarlið og koma á fót einhverjum varnarstöðvum á Austfjörðum sem og annars staðar.
En hinsvegar tel ég mun vandaðri kost vera að smíða stærri varðskip sem geta borið öflugustu björgunarþyrlur. Nokkur 3000 tonna varðskip með EH 101 þyrlur og allan annan búnað varðskipa gætu verið til taks allt um kring um landið og jafnvel aðstoðað við friðargæslu.

Króna/EURO