laugardagur, 2. febrúar 2008

Trúðurinn í Abu Dhabi og Katar

Já iðnaðarráðherra vor ritar okkur annað slagið bréfkorn frá Kadar og Indlandi eða öðrum ríkjum heimsins. Hann virðist hægt og sígandi að verða meiri áhugamaður um atvinnusköpun og viðskipti við þriðja heiminn heldur en um urriðann í þingvallavatni. Það hljóta að teljast tíðindi.

Já, hann er hreykinn af því að hafa valið "minnst" spillta ríki Arabíu til samstarfs. Hann telur það vera minnst spillta ríkið vegna þess að einhver maður sem hann hafði ekki hitt áður sagði honum það á flugvelli. Á bloggi hans er reyndar hægt að lesa um hversu mikið honum finnst til koma að gista á hóteli með Elton John og lífvörðum hans - og er jafnvel stoltur af því að hafa fundið af honum lyktina. Svo segir hann frá því að hann var í sömu lyftu og Boris Becker. Glæsilegur árangur hjá Össuri! Ætli hann sé búinn að ná þangað sem hann ætlaði?

Já, hvernig í andskotanum gagnast það mér sem þjóðfélagsþegn að iðnaðarráðherra skuli vera þvælast með íslenskum fjárfestum í Kadar og Abu Dhabi?

Ég velti því fyrir mér hvers vegna Össur sé í vinnu hjá Landsvirkjun, OR og Geysi Green í Kadar. Það er í raun verið rugla reitum. Verða stjórnmálamenn ekki að fara að átta sig á því að þeir starfa fyrir fólkið í landinu og eiga að skapa sem flestum vegferð - í EIGIN landi.

- Smelltu hér til að sjá hann spjalla í Abu Dhabi

3 ummæli:

Unknown sagði...

Það er engu við þetta að bæta.

Nafnlaus sagði...

Svona rugl skrifa menn oft sem sjá ekki lengra en nef sitt nær. Það sem Össur er að gera er að styðja á bak við íslensk fyrirtæki sem eru að afla útflutningstekna. Með því að aðstoða þessi fyrirtæki með þessum hætti skapast störf hér á landi. Þetta hafa ráðherrar og stjórnmálamenn gert í tugi ára hér á landi og í öðrum löndum.

Einar sagði...

Ertu þá fylgjandi því að skattpeningar okkar séu notaðir í þriðja heiminum til fjárfestinga?

Væri hlutverk iðnaðarráðherra ekki að efla iðnað á Íslandi? Hvernig verða útflutningstekjur til í útlöndum? Verða fjármagnstekjur ekki til þar?

Er það ekki rétt að útflutningstekjur aukast með aukinni framleiðslu, á Íslandi?

Ergo: Röklausir menn kalla eðlilegar vangaveltur RUGL.

Króna/EURO