fimmtudagur, 29. desember 2011
Pönkast á mér ósmurðum
Um áramótin heldur eineltið áfram og mun taka nýjar hæðir. Jóhanna er búin að fá sér "strap on" og ég ligg varnarlaus handjárnaður við rúmstokkinn, nánast eins og í myndinni "Karlmenn sem hata konur".
Þegar að ég held að hámarkinu sé náð er skattheimta af eldsneyti hækkuð. Svona eins og til reyta mig eins og gæs. Common, æðislegt. Leikskólagjaldið hækkar á sama tíma. Frábært. Svo skilst mér að tóbakið hækki líka - ég veit að ég er ófullkominn að neyta tóbaks og líklega heimskur, en þetta mun hækka skuldir nágranna míns í gegnum neysluvísitölu og verðtryggingu þrátt fyrir að hann hafi aldrei tekið smók á sinni ævi.
Ég er ógeðslegur ræfill sem leyfilegt er að pönkast á til æviloka, og ef ég sætti mig ekki við það - þá þarf ég að flytja til fokkings Noregs af öllum stöðum. Yndislegt.
En að sjálfsögðu er ég bara gramur ræfill sem er að væla á netinu, og hef örugglega misskilið þetta allt saman. Það er nú fullt af gáfaðra fólki sem bloggar á Eyjunni sem getur örugglega útskýrt þetta fyrir mér af hverju þarf endilega að vera pönkast á mér ósmurðum, og getur sagt mér að tæknilega sé það ekki raunin - þetta sé aðeins tímabundið ástand sem varir venjulega frá 25 ára til 62 ára aldurs.
sunnudagur, 25. desember 2011
Félagsfræði 103
föstudagur, 23. desember 2011
Efri millistétt gæti gert ALLSKONAR
Ég held í þá von að kollegar mínir úr "efri millistétt" sem eru alþingismenn noti "stórkostlegar" gáfur sínar til að hækka virði launa sín - þrátt fyrir að kjararáð hafi aðeins hækkað þau lítillega. Þetta geta þingmennirnir úr "efri millistétt" auðveldlega gert með lagasetningum sem ganga út á eftirfarandi: Frystingu vísitölu til verðtryggingar, betri (annan) gjaldmiðil og ALLSKONAR!
mánudagur, 19. desember 2011
Dýr slys, ódýrar lausnir
Dýrar lausnir er oft á tíðum erfitt að fá framkvæmdar. Þrátt fyrir að hægt sé að sýna fram á þjóðarhagkvæmni til lengri tíma.
Austurlandið er afskekkt að mörgu leyti. Þar eru líka starfsmenn Vegagerðarinnar ansi einangraðir í hugsun. Salt er ekki notað nema á allra hættulegustu stöðum og afar lítið er um hálkuvarnir. Í lélegu skyggni gæti verið hægt að bjarga fleiri mannslífum með góðum hálkuvörnum og styttra millibili milli vegstikna, og fleiri vegriðum. Styttra millibil vegstikna fjölgar t.a.m. endurskinum og minnkar líkur á útafkeyrslum og umferð á röngum vegarhelmingu í lélegu skyggni. Það virðist þó einungis vera hægt að framkvæma slíka hluti annars staðar en á Austfjörðum.
Ég þekki það að sækja vinnu um Fagradal til Reyðarfjarðar. Ég hef upplifað það nokkrum sinnum undanfarin ár að keyra fram á alvarleg slys og jafnvel banaslys. Fólk á öllum aldri hefur týnt lífi í umferðinni á fjallvegum Austurlands, erfiðast er að sjá eftir ungu fólki sem sækir atvinnu og menntun milli þéttbýla á svæðinu.
Alvarlegt slys getur verið afar óhagkvæmt borgurum landsins, örorkubætur og heilbrigðiskostnaður getur reynst gífurlegur í áratugi eftir alvarleg slys. Því hlýtur það að vera sérstakt áhyggjuefni að Vegagerðin á Austurlandi sé svo einangruð frá raunveruleikanum að ekki sé hægt að framkvæma ódýrar slysavarnir á hættulegum leiðum um fjallvegina.
Ferskt er mínum huga er slys s.l. fimmtudag rétt við álverið í Reyðarfirði. Þá leið hafði ég keyrt á miðvikudagskvöld, á um 50-60 kílómetra hraða, á leið okkar hjóna til Eskifjarðar á Frostrósatónleika. Á 4-5 kílómetra kafla var þvottabretti úr rásuðum klakabunka á veginum og aðstæður vægast erfiðar fyrir fólksbíla á mjóum dekkjum. Keyrðum við m.a. fram á Toyota Yaris sem hafði snúist og kastast út af veginum, þar varð ekki slys. Ég hafði þá á orði að mjög dæmigert væri að ekkert væri að gert fyrr en alvarlegt slys hefði orðið. Daginn eftir varð ungur maður fyrir því á sama kafla að bíllinn hans rann til yfir á öfugan vegarhelming í veg fyrir bíl úr gagnstæðri átt. Tveir dveljast á Fjórðungssjúkrahúsinu eftir slysið og einn var sendur til Reykjavíkur með sjúkraflugi. Þetta var atvik sem hægt var að koma í veg fyrir með ódýrri aðgerð á sviði hálkuvarna.
Þrátt fyrir að erfitt sé að fá veggöng á Austurland, þá hlýtur að vera hægt að framkvæma ÓDÝRAR úrbætur í slysavörnum á fjallvegum Austurlands. Það er hægt að sjá fyrir mörg slys og koma í veg fyrir þau.
fimmtudagur, 15. desember 2011
Mbl og stærðfræði
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/12/15/ibudalan_haekka_um_3_4_milljarda/
Þar er rætt um vísitölu neysluverðs og hvernig hún muni hækka um áramótin með hækkuðu áfengis- og tóbaksverði meðal annars. Alls muni vísitala neysluverð hækka um 0,2 prósentustig vegna bandorms ríkisstjórnarinnar.
Í fréttinni er sagt frá því að 10 milljón króna íbúðalán geti hækkað um 200 þúsund vegna þessa. Þetta er rangt reiknað. Hið rétta er að 10 milljón króna íbúðalán gæti hækkað um 20 þúsund vegna þessa. (1,002*10000000=10020000)
Gæti hafa munað einum aukastaf hjá blaðamanni. Gæti tekið að mér námskeið í verslunarreikningi í Hádegismóum.
Annars er ég brjálaður út í verðtrygginguna og finnst fáránlegt að ef einhver arabi í eyðimörkinni fer í vont skap, þá hækki olían og þar með lánin. Meikar varla nokkurn sense.
mánudagur, 12. desember 2011
Gunnarsstaðarökfræðin
fimmtudagur, 1. desember 2011
"latté lepjandi" draumurinn
miðvikudagur, 30. nóvember 2011
Erfið verkefni
föstudagur, 25. nóvember 2011
保持國家安全 - 廢除了外國人
miðvikudagur, 23. nóvember 2011
Um Gömlukallasamfélagið
Ég er þáttakandi í samfélagi gamalla karla. Gamlir karlar eru varðhundar gamla fjórflokksins. Þeim eru borguð himinhá eftirlaun úr sjóðum almennings fyrir að vera hættir að vera til óþurftar og leiðinda. Samt halda þeir áfram að vera bæði til óþurftar og leiðinda. Þeir halda úti áróðursvél gömlukallasamfélagsins innan allra stjórnmálaflokka. Sér í lagi á hægri væng og miðju stjórnmálanna. Þetta er gæjar sem skilja eftir sig velferðarkerfi sem er ekki hægt að reka, lífeyrissjóðakerfi sem er hálf-þroskaheft, pólítískar stöðuveitingarhefðir, verðtryggingu/íslenska krónu, siðlausar réttlætingar sérhagsmuna og almennt ábyrgðarleysi þáttakenda.
Vanfærir gamlir karlar sem sitja um flokksþing og forystur, og hafa allir tíma til þess að véla um framtíð okkar með óskiptum atkvæðum sínum á meðan þau sem úti vinna hafa sárafá tíma eða tækifæri til að úthugsa nýjustu trixin í fundarsköpum ,til að bægja frá leiðréttingum á syndum gömlukallasamfélagsins.
Og þau sem með þeim sitja keppast við að ganga í augun á gömluköllunum. Og við höfum eignast fjarðstýrða „stjórnmálaforingja“ sem fjarstýrt er af gömlukallasamfélaginu. Þessum miklu „höfðingjum“.
...og svo eru fluttar viðhafnarfréttir af flokksþingum. ÆÐISLEGT.
miðvikudagur, 9. nóvember 2011
Snjórinn ekki vandamál, það er frostið
fimmtudagur, 27. október 2011
Greiðslumunkurinn
fimmtudagur, 13. október 2011
Ég er fáviti
þriðjudagur, 4. október 2011
Vísnahlekkur
mánudagur, 26. september 2011
Bilað lið
föstudagur, 23. september 2011
Jarmað í Fljótsdal
miðvikudagur, 14. september 2011
Töfralausnir rjúpnastofnsins
föstudagur, 2. september 2011
mánudagur, 29. ágúst 2011
Kínagæinn
miðvikudagur, 18. maí 2011
Veruleikafirring Fáskrúðsfirðings
laugardagur, 14. maí 2011
Molar um þorska #1
föstudagur, 13. maí 2011
Klappstýran í Hörpunni
laugardagur, 7. maí 2011
föstudagur, 25. febrúar 2011
Erótíska salatið
fimmtudagur, 10. febrúar 2011
Fangelsið á Eiðum
Fyrst að hugmyndir eru uppi um að gera fangelsi úr vinnubúðunum á Reyðarfirði, þá verð ég bara að koma með framhaldshugmynd - svona í gríni og alvöru.
miðvikudagur, 9. febrúar 2011
Um sjoppuna
mánudagur, 7. febrúar 2011
Orrahríðir framundan
Það er fróðlegt að fylgjast með átökum innan Sjálfstæðisflokksins. Í raun athyglisvert að þrumugnýr hinna gömlu stóðhesta Sjallana hafi ekki náð í gegnum freðið yfirborðið fyrr en nú. Gömlu stóðhestarnir eru ósáttir við tilburði hins unga fola sem nú rekur til Sjálfstæðismerarnar.
Miðað við allt, er óumflýjanlegt að fram fari einhvers konar uppgjör í Sjálfstæðisflokknum. Óumflýjanlegt að einhverjir folar verði geltir og jafnvel teknir af lífi svo stóðlífið í Sjálfstæðisflokknum megi verða örlítið meira aðlaðandi.
Davíð Oddsson virðist vera einhvers konar Orri frá Þúfu Sjálfstæðismanna, sem fyrir styttra komna í hestamennsku er einhver vinsælasti, og jafnframt umtalaðasti og umdeildasti stóðhestur Íslands hin seinni ár. Orri frá Þúfu er hins vegar orðinn gamall og bráðum ófrjósamur – rétt eins og Davíð. Því leita hryssueigendur á Íslandi í syni Orra, eða bara allt annað blóð.
En sem sagt það verður uppgjör í Sjálfstæðisflokknum, óumflýjanlega, eins og í öðrum flokkum. Það er alls ekki víst að Bjarni Ben standi af sér margar „orrahríðar“.
Uppgjör eiga eftir að eiga sér stað í öllum fjórflokkum.
-Ekki eru allir framsóknarmenn sáttir við heimssýn Sigmundar Davíðs, og víst er að sonur Steingríms bíður færis. Þar fer enginn tittur. Heldur þolinmóður dorgveiðimaður.
-Óánægjan kraumar undir í VG. Steingrímur veit af aftöku sinni þegar hann missir tökin á valdataumunum.
-Gráa hryssan í Samfó á fá skrefin eftir. Líklegt er að kjósa verði oftar en einu sinni um eftirmann hennar áður en „sátt“ verður um formann flokks, sem líklega mun standa eftir með gamla fylgi alþýðuflokksins.
þriðjudagur, 1. febrúar 2011
Flottur klúbbur
fimmtudagur, 27. janúar 2011
Kröfugerð
mánudagur, 24. janúar 2011
Þorskhausar
Svo beinn þrýstingur á eitt pólitískt þrætuepli er skrítið meðal. Eitthvað svo rangt við þetta.
Ja,. svona einhvern veginn eins og SA gæti lagt það næst á matardisk stjórnvalda að skilyrði gerðar kjarasamnings væri að fóstureyðingar yrðu bannaðar á Íslandi.